Samkeppni um Ásbrú

Hlekkur á milli heima

Ásbrú þjónaði eitt sinn því hlutverki að hýsa starfsfólk bandarísku herstöðvarinnar og fjölskyldur þeirra. Í dag er þar öflugt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Meirihluti íbúanna er námsmenn og fjölskyldur þeirra. Íbúðabyggðin er ekki aðlaðandi eins og hún er í dag, en góður grunnur er til staðar til að bæta úr og byggja á. Brúa þarf bilið á milli þess sem það eitt sinn var og nútímasamfélagsins sem það getur orðið.

Aðalmarkmið í tillögu þessari er að efla það samfélag sem fyrir er og skapa því nýja ímynd með því að:

  • Skapa heildstæða, vistvæna og sterka byggð
  • Styrkja miðjuna og tengja þá tvo íbúðakjarna á svæðinu sem eru í dag að mörgu leyti aðskildir
  • Bjóða upp á fjölbreytileika í búsetumöguleikum fyrir jafnt unga sem aldna, námsmenn og allar gerðir fjölskyldna
  • Hvetja til útiveru með bættri aðstöðu garða, bæði einka- og almenningsgarða
  • Gera gangandi og hjólandi hærra undir höfði með því að breikka og bæta við gönguleiðum og hjólastígum
  • Bæta yfirbragð gatna, s.s. með hellulögn, fallegum götubúnaði, trjáröðum o.s.frv.
  • Byggja ný mannvirki sem styrkja miðjuna

Garðar / rými á milli bygginga

Mikilvægt er að bæta rýmin á milli núverandi bygginga, en í dag er þar rúmt pláss fyrir úrbætur. Með gróðri og skjólmyndun er landið mótað í mannvænum skala. Þannig verður það lífvænlegra og umhverfis- og búsetuskilyrði batna til muna.
Sérafnotareitir eru skilgreindir á jarðhæðum og stækkaðir þar sem þeir eru fyrir. Manir og veggir eru notaðir til að skipta upp svæðum í minni rými, sem mynda um leið skjól og loka ásýnd á bíla. Í miðjunni er gert ráð fyrir gönguleið sem umbreytist í lítil torg til leiks og dvalar.

Göngu- og hjólastígar

Áhersla er lögð á gott göngu- og hjólaleiðakerfi sem tengir svæðið vel og hve- tur þannig til vistvænni samgöngumáta. Í dag eru margir göngustígar á milli bygginga, en þeir eru oft of mjóir. Einnig vantar gangstéttir meðfram götur
og engir hjólastígar eru til staðar á svæðinu. Í tillögu eru götur mjókkaðar og göngu-/hjóleiðir settar meðfram þeim, ávallt eru gönguleiðir meðfram götum og innkeyrslum.