Í samvinnu við Þórhildi Þórhallsdóttur landslagsarkitekt og Birnu Lárusdóttur fornleifafræðing vinna Baark arkitektar að deiliskipulagi við Látrabjarg. Verkefnið er margþætt og deiliskipulaginu er ætlað að koma til móts við þarfir ferðamanna en ekki síður óskir heimamanna. Því er þörf á mikilli samvinnu við þá 120 lóðar/jarðeigendur svæðisins og opinberar stofnanir sem eru hluti að deiliskipulaginu, þ.e. Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Siglingastofnun ásamt sveitarfélaginu Vesturbyggð.